- 1. Við búum á eyju í Norður Atlantshafi, hún heitir Ísland. Hérna eru allir jafnir fyrir dómi og lögum. Í okkar landi er Þjóðkirkja, gjaldmiðillinn er króna, við erum ekki í evrópusambandinu, allir sem leggja hönd á plóg eru velkomnir, við borðum rjúpur og hangikjöt á hátíðum, súrmeti á Þorra og við höfum þjóðþing. . Þessum hlutum verður ekki breytt!!! Þó að þeir tefji stundum útrás ykkar, þetta er það sem við köllum í daglegu tali saga, kannski ekki skráð í Kauphöllum en okkur mikilvæg engu að síður. Það hefur verið sú hefð hér um ára skeið að þeir sem ekki geta borið sína byrgðir fái hjálp fá okkur sem erum aflögu fær, þrátt fyrir að sú hefð virðist vera deyja út skal ég fullvissa ykkur um að svo er ekki, við höfum bara haft það aðeins of gott og gleymt okkur um stund. Þið hafið táldregið ríkisstjórnina síðustu misseri, það slæðast alltaf því miður nokkrir á þing í hverjum kosningum, aðilar sem ætla sér að nota stöðu sína til að komast í álnir, eða kynnast ykkur ríka fólkinu með samband eða vinaskap í huga. Þeir tilheyra flestir flokki sem kallast Framsóknarflokkur, við þjóðin höfum ákveðið að uppræta þann hóp á næsta kjörfundi.
- 2. Þið borgið 10% í samneysluna af ykkar innkomu, við hin borgum 37.73%, ekki falla í þá gryfju að reyna að koma undan fé. Við vitum að ykkur þykir vænt um auðinn en það er merki um andlega vanheill þegar sá sem nóg á reynir að koma undan silfri er gjalda skal þjóðinni.
- 3. Ekki hóta að fara með peningana til útlanda, það er afar ósmekklegt þar sem þið komuð undir ykkur fótunum hérna heima. Innantómar hótanir rýra bara traust ykkar og ekki eru peningar mikils virði án mannorðs. Ef þið farið með allt ykkar hafurtask þá munið þið aldrei öðlast sálarfrið. Landlaus maður er lánlaus.
- 4. Að hjálpa þeim er minna mega sín er göfugt, munið þó það að gjöf gerir gefanda ekki sóma ef gjöfin auglýst er. Það ber ekki merki um stórhug að tilkynna landi og þjóð í hvert sinn er gefið er til góðra málefna, það rýrir og jafnvel í sumum tilfellum niðurlægir þyggjanda, og er þá betur heima setið en farið af stað.
- 5. Þegar auðmjúkir stjórnmálamenn bjóða ykkur til kaups þjóðargersemi eins og Heilsugæslustöðina, Fríkirkjuveg 11 osfv, vinsamlegast afþakkið því þetta er sameign okkar í landinu og ekki misvitra þjóðkjörinna framapotara að braska með eða bjóða falt.
- 6. Munið síðast en ekki síst að núna þegar að þið hafið útilokað samkeppni á markaði nauðsynjavara í skjóli stjórnvalda að fara vel með. Okur frá ykkar hendi mun ekki vera liðið að endalausu og ekki skapa ykkur velvild og virðingu. Ef þessi ráð eru að ykkar mati ekki góð frá viðskiptasjónarmiðum munið þá bara, Góðum manni getur ekkert grandað því góður maður hefur ekkert að fela.
Flokkur: Bloggar | 21.2.2007 | 19:54 (breytt 22.2.2007 kl. 14:08) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.