Þjóðsöngurinn

,,Þjóðsönginn skal ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. Ekki er heimilt að nota þjóðsönginn á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni. "

   Þegar þjóðsöngurinn var fluttur á Laugardagskvöld með nýjum texta  Spaugstofumanna var líklega um mistök eða yfirsjón að ræða, svo var ekki þegar hann var fluttur í spjallþáttum, fréttum og endursýningum dagana eftir.  Ég er aðdáandi Spaugstofumanna og horfir á þætti þeirra, betra hefði mér þótt ef þeir hefðu beðist afsökunar á þessari yfirsjón, en ekki imprað á því að stöðvun sýninga atriðisins umrædda væri ritskoðun. Sú fásinna að það sé ritskoðun að stöðva flutning þjóðsöngsins í annari en upprunalegu gerð opinberlega er vafasöm, er þá verið að brjóta  gegn rétti grínista til að brjóta landslög og misbjóða samlöndum sínum opinberlega?   Ef þetta er það sem koma skal hjá RÚV ohf þykir mér miður. Ríkisútvarpið hefur í gegnum tíðina frætt okkur og skemmt, flutt þjóðlegan fróðleik í bland við menningu.  Ríkisútvarpið hefur gegnt því mikilvæga hlutverki að vera  upplýsingamiðill á neyðartímum og því trúverðugleiki stofnunarinnar mikilvægur. Ég vona að "nútíma" stjórnendur sem þarna hafa tekið sæti víki sem fyrst og löghlýðnir stjórnendur, vandir af virðingu sinni taki við. 


mbl.is Spaugstofumenn brutu lög um þjóðsönginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lög um flutning laga eða meðferð fána eru svo fáránleg að það nær engri átt. Ég er ekki einu sinni viss um að slík lög geti talist lögleg samkvæmt mannréttindasáttmálum sem m.a taka á tjáningarfrelsi. Kannski eru lögin um lagið ólögleg??!

En kommon, ef eg vil gera metal útgáfu af þessu blessaða lagi og vera í fánanærbuxum, þá er það einfaldlega réttur sem ekki er hægt að taka af mér. Jafnvel þó ég nauðgi laginu og pissi á fánann.

Einar (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 02:56

2 identicon

Lög um þjóðfána og þjóðsöng eru eðlileg og sjálfsögð í lýðræðisþjóðfélagi sem vill varðveita og vernda ímynd sína og sjálsvirðingu. Slík lög stangast ekki á við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu eða aðrar alþjóðlegar skuldbindingar Lýðveldisins á sviði mannréttindamála. Júlíus hittir hér naglan á höfuðið á meðan aðrir virðast hafa dottið á það.

Sigurður Líndal (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband