Ég melda mig aldrei veikan, hvað svo sem það þýðir, en verð eins og aðrir veikur (þó mjög sjaldan). Ég ber hag flugfélags sem ég starfa hjá fyrir brjósti. Ég tek skyldur mínar við farþega alvarlega og geri allt sem í mínu valdi stendur til að koma þeim á áfangastað á réttum tíma
Ég er ekki í neinum aðgerðum, ég vel að vinna ekki á frídögum og hefur það ekkert með Félag Íslenskra Atvinnuflugmanna að gera heldur mannréttindi. Ef seinkanir verða á flugi er það vegna þess að ekki eru nógu margir starfsmenn í vinnu en ekki vegna "aðgerða".
Að vinna eftir kjarasamningi og taka sér frí á frídögum eru ekki "aðgerðir". Sú staðreynd að stéttarfélag þurfi að taka þessa hluti fram þ.e. að félagsmenn skuli vinna eftir kjarasamning og vinna ekki á frídögum segir mikið um það óefni sem stétt okkar er komin í vegna samstarfsvilja og hjálpsemi við atvinnurekendur.
Flokkur: Bloggar | 7.9.2007 | 15:45 (breytt kl. 15:59) | Facebook
Athugasemdir
Orð að sönnu, þetta kallast að hitta naglann á höfuðið, það besta sem ég hef lesið í langa tíma
Skorri Laufdal (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 15:56
Alltaf traustur.
Hvenær kemurðu í heimsókn til okkar í Lúx?
Sveina (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.