Eftir nokkura ára fjarveru ákvað ég að lána fylgismönnum Múhamed spámanns starfskarafta mína aftur (langaði líka að fljúga bumbunni eftir 3 ára pásu). Eftir endurþjálfun sem tók u.þ.b. mánuð var ég byrjaður að plægja akra háloftana fyrir Saudia Arabian Airlines. Það er ljómandi gaman að fljúga hérna, búinn að fara til Manila,Kartúm,Cairo,Amsterdam,Dubai og Milano svo nokkrir staðir séu taldir.
Vélarnar sem við fljúgum núna eru af gerðinni B747-300 kraftmiklar og vel útbúnar. Pílagríma flugið hefst fyrir alvöru 16.nóv og renni ég á vaðið með því að fara frá Singapúr til Jeddah þann 17.nóv. Það var gaman að hitta fólkið hérna aftur eftir 3 ára fjarveru, alveg einstaklega gott fólk sem strafar hér og tengsl okkar "flugdýra" eru sterk, búum og vinnum saman.
Þar sem annar fjölskyldumeðlimur (pabbi) vann hérna líka er ég oftast kallaður "son of Heidar" það fór víst aðeins meira fyrir honum heldur en stráknum ha ha ha. Það byðja allir að heilsa þér pabbi og þá sérstaklega Lóló, Erna Misbach, Nabíl og Sara.
Flokkur: Bloggar | 11.11.2007 | 08:51 (breytt 12.11.2007 kl. 14:55) | Facebook
Athugasemdir
Hvernig sæki ég um þetta bloggvinadót og velkominn til baka.....
Hjalti (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.