Lífið í Jeddah ofl

     Hérna er allt í ljómandi standi, búinn að vera í fríi í tvo daga.  Sundlaugarferðir og veggjatennis með Orra, ekki amalegt það.  Fór í bæinn í gær að skoða úr fann ýmislegt sniðugt, það er alltaf hægt að finna sniðugt dót hérna.  Orra vantaði sólvörn og ég var á höttunum eftir sandölum fyrir sundlaugarferðirnar, við erum eins og gamlar kellingar ha ha ha. 

     Orri átti afmæli í síðustu viku en ég var í Manila, héldum pítsu partí á sunlaugarbarnum þegar að ég kom heim, fórum síðan heim að reykja vindla og drekka kók með klaka........ekkert áfengi hérna þannig að við verðum að reiða okkur á aðra ávanbindandi ósiði. 

     Búinn að vera fljúga til Manila frá Damam og tilbaka til Riyadh uppá síðkastið, þetta er skemmtileg leið flugtíminn u.þ.b. 9 klst. gott útsýni flogið yfir Furtsdæminn, Pakistan, Indland, Yangoon (Burma), Tælandi, Laos og Víetnam.  Í Manila er farið út að borða, kannski smá rauðvín með matnum, Filipseyingar brugga góðan bjór sem rennur ljúft niður í hintanum og rakanum, góð tilbreyting frá konungsdæminu, annars er rigningartíminn að bresta á þarna austurfrá, helli rigning þarna í eftirmiðdaginn.  Næsta stop er í Singapúr, ekki komið þangað í mörg ár, ætla að skella mér á Raffles og smakka Singapore sling eftir margra ára hlé! 

    Stoppinn í Damam eru ágæt hotelið fínt, og gott að borða í nágreninu, Líbanskur osfv.  Rétt hjá hótelinu er góð bókabúð svo þetta hefst alveg og áhöfnin hvílist vel (ekki mikið annað hægt að gera).

     Það er mikið um ketti í hverfinu hérna, fór að gefa þeim um daginn, nú mæta svona 10 "vinir" tvisvar á dag í mat ha ha ha, kattarmatur kostar 40 krónur dósin hérna og svo fá þeir afganga, ólíkt dekur fitubollunum hennar mömmu heima á íslandi borða þessir flækingar allt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Júlli minn,

ég öfunda þig nú af öllum þessum skemmtilegum ferðalögum, er ekkert lay over á næstunni í Lux.  hlakka ýkt til að hitta þig.  Haukur er að fara til Jeddah á laugardaginn og kannski að þið hafið tíma til að hittast ef.   allavega þá er síminn hans 00 352 621 29 76 75.   kveðja  Sveina

Sveina (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband