Jeddah 30.11.2007 Mac vélstjóri var að tala um á leiðinni í gær hve árið 2007 hefði liðið hratt, ekki frá því að það sér rétt hjá honum. Búinn að vera fljúga á fullu, tók smá Afríku rúnt til Fes í Marokkó, mjög fallegur staður en stutt stop. Flugvélstjórinn var frá Suður Afríku og vegna aðskilnaðarstefnu þeirra fyrr á árum var honum meinuð innganga inní landið, ég var með nokkur kíló af ferskum döðlum frá Madinah (uppáhald í Norður Afríku) skipti á þeim og 48. klst. vísa fyrir kallinn, þannig að hann komst inn. Var vakinn kl 0450 af starfsfólki hótelsins að beiðni Saudia (pick up), hringdi útá flugvöll og spurði hvenar vélin væri væntanleg, kl 0800. Það er 15 mín. akstur útá völl þannig að ég sendi áhofnina aftur í koju og vakti síðan alla kl 0700. Þá var hótelstjórinn svo vandræðalegur að hann heimtaði að allir myndu þyggja morgunmat (ekki það að ég væri eitthvað reiður útí hann og við ætluðum hvort eð er að fá okkur smá brekka") en ok þá byrjaði hann að heimta að við fengjum okkur hitt og þetta sem hann hafði útbúið......ferska djúsa osfv. þetta reyndist allt ljómandi gott og við höfðum mikið gaman af tilburðum hótelstjórans sem við kvöddum svo með virktum.
Við komum okkar útá flugvöll beið þar stöðvarstjóri Saudía á barmi taugaáfalls, hún vildi vita hvort við þyrftum eldsneyti, hvort farþegarnir mættu koma um borð, hvernig við ætluðum að ræsa hreyfla vélarinnar með bilað APU og hvort við kæmumst í loftið með þennan is á vængjum vélarinnar! Ég skoðaði málið og gat tjáð henni að við þyrftum ekkert eldsneyti, það væru 75.000 kg á tönkum vélarinnar, meðalhiti þessara 75 tonna væri vel undir frostmarki og skýrði það frostið á vængjunum, þetta myndi bara bráðna af á meðan 460 pílagrímar kæmu sér fyrir um borð. APU er "aukamótor" í stéli vélarinnar sem knýr rafkerfi og þjappar loft fyrir loftræstingu og startara aðalmótornna, á meðan slökt er á fjórum aðalmótormum. Ég gat sagt henni að aukarafstöðin (APU) væri ekki biluð, bara köld eftir flugið til Fes og myndi fara í gang eftir svona 15 mín. sem hún gerði, allt gekk skv. áætlun og við rúlluðum í loftið 10 mín á undan áætlun í blíðskaparveðri og nutum landslagsins í brottfluginu.
Eftir lendingu i Madinah áttum við (áhöfnin 24 persónur) að ferðast til Jeddah, en þegar þangað var komið gaf starfsmaður Saudía sig á tal við mig og spurði mig hve mikið eldsneyti ég vildi á vélina til Riyadh, ég sagði honum að ég væri ekki á leiðinni þangað skv. mínum upplýsingum, ég og vélstjórinn vorum þeir einu um borð að ganga frá og bíða eftir að afhenda vélina viðhaldsdeild eða næstu áhöfn (B747 má ekki skilja eftir án áhafnar eða viðhaldsstarfsmanns með aukarafstöðina "APU" í gangi). Hann hringdi í starfsmann Atlanta sem bað mig ef ég mögulega gæti flogið vélinni til Riyadh, það var ekkert mál af minni hálfu átti eftir 6 klst. af leyfilegri flugvakt og flutíminn til Riyadh aðeins 1 klst., nú var bara að finna aðstoðarflugmanninn (hann er nefnilega að slá sér upp með einni af flugfreyjunum). Á meðan starfsmaður Saudía leitaði aðstoðarflugmanninn uppi (fannst með "vinkonu" sinni inní flugstöð) gerði vélstjórinn allt tilbúið og ég gekk frá flugplaninu, síðan var lagt í hann til höfuðborgarinnar Riyadh. Það var flugvél frá Royal Brunei á undan okkur á leiðinni, sem er svo sem ekki til frásögu færandi, nema fyrir það að flugmaðurinn á henni var kona, henni var alltaf svarað Sir af flugumferðarstjórum í Saudí Arabíu, hun svaradi alltaf til baka "thank you Madame" fannst það gott hjá henni!
Ég kom "heim" í villuna mína í Jeddah kl 0300, kisarnir mínir tóku á móti mér, fór að sækja kattarmat, eitthvað lítið eftir af honum...........fann út að á meðan ég er lengi í burtu gefur hreingerningarmaðurinn kisunum að borða ha haha
Flokkur: Bloggar | 30.11.2007 | 10:06 (breytt kl. 15:12) | Facebook
Athugasemdir
ÉG reikna með að ég komi í janúar aftur í Konungsdæmið. Þá fer ég frammá JúllaKók og súkkulaði....
Hjalti (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 14:09
Ég myndi sko pottþétt vilja vera í crewinu hjá þér. Ég veit svo sem ekki hvað það myndi hjálpa að hafa lögfræðing í dulargervi, en ég er viss um að við hefum ýkt gaman af því.
Sveina (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.