Þegar að við komum heim frá Fes (Marokko) var okkur tjáð að flugvél hjá Saudía hefði bilað og 500 Pílagrímar væru fastir í Jakarta í (Indónesíu). Við fórum í Koju og lögðum svo af stað með tóma vél til Jakarta seint um kvöld 30 nóv, ferðinn sóttist vel enda smá meðbyr. Farin var svonefnd norður leið, yfir Arabíuskaga komið yfir Indland suður af Mumbai(Bombai) og inn á Bengalflóa yfir Chennai(Madrass) þaðan til norðurenda Súmötru(Indónesíu) og suður til Jakarta, ferðin tók okkur rúma 9 klukkutíma. Veðrið á leiðinni var nokkuð gott þrumustormar yfir Súmötru og Jövu smá ókkyrð yfir Indlandi. Þegar til Jakarta var komið var farið beint uppá hótel enda flestir farþegarnir nú þegar mættir og því málið að leggja sem fyrst af stað aftur til Jeddah. Stöðvarstjóri Saudía var full bjartsýnn og vildi vekja okkur aftur eftir 10 klst svefn, ég tjáði honum að það myndi ekki ganga, samdist okkur svo um brottfaratíma. Ég fékk mer að borða og fór svo að sofa, þetta var um eftirmiðdagsleiti, við ætluðum að leggja af stað til baka í morgunsárið. Eftir átta tíma svefn gat ég ekki sofið lengur, ég fór þá að skoða þessa flugstj. svítu og fann nuddbað með sjónvarpi, setti ég það af stað og lét renna í freyðibað með baðsöltum, þetta var mjög afslappandi. Þegar að ég var að sofna í baðinu hringdi starfsmaður á flugvellinum og sagði mér að þetta væri Wake up call(ræs!) og nú skildi leggja af stað, þetta var ekki skv. samkomulagi okkar (hann hringdi allt of snemma) þannig að ég bannaði honum að vekja áhöfnina og hlýddi hann því. Stór hluti áhafnarinnar voru Indónesar (og ekki komið heim lengi) þannig að þeir höfðu verið að heimsækja ættingja og vini og mættu því illa sofnir, en enginn kvartaði þó, enda dugnaðarfólk, ánægt með að hafa hitt fjölskyldur sínar. Þegar að við komum útá völl kom í ljós að við skoðun um nóttina hefði fundist Vökvaleki á bremsukerfi vélarinnar, við hann varð að gera fyrir brottför. Nú hófst kapphlaup við tímann, gera varð við vélina koma farþegum, farangri og eldsneyti um borð á 3 klst. Áhöfnin skiptist á að fara í koju á meðan þannig að alli fengu smá kríu. Við komusmt loks af stað og flugu syðri leið til baka, Colombo(Sri Lanka), Trivandrum (Indland) og svo Arabíuskagann sunnanverðann. Flugum í gegnum nokkur bönd af þrumustormum á Bengalflóa en síðan hæglætisveður. Það voru þreyttir menn og stúlkur sem komu heim í eftrimiðdaginn 2. des eftir langt ferðalag.
Flokkur: Bloggar | 4.12.2007 | 18:47 (breytt 19.10.2014 kl. 16:37) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.