Í miðbæ Reykjavíkur þar sem ég hef búið mín fullorðinsár eru ekki mörg græn svæði. Á einu grænu svæði hef ég sérstakt dálæti, Reykjavíkurflugvelli. Á því svæði er flugstarfsemi af ýmsum toga atvinnuflug, einkaflug og félagsstarfsemi því tengd. Í okkar hraða þjóðfélagi þar sem allt sem ekki ber 20% ávöxtun eða meira á ársgrundvelli skal víkja hefur þetta samgöngu mannvirki staðið af sér árásir. Þökk sé seiglu fyrrverandi landsbyggðarþingmanna, skörunga sem vörðu hag umbjóðanda sinna og fullþroska fólki með samfélagsábyrgð á mölinni meðvitað um mikilvægi samgangna fyrir framtíð okkar allra. Stjórnvöld eru þeirrar skoðunar að landsbyggðin sé ekki arðbær og því góðar samgöngur sóun á fjármunum og byggingarlóðum, það má reyndar halda uppi þungaiðnaði á vissum stöðum úti á landi en bara með erlendu starfsfólki sem sættir sig við kjör leiguliða án allra félagsbundina réttinda. Farþegar um Reykjavíkurflugvöll þurfa nú að vaða vatn og snjó upp að hnjám vegna þess að skv. stjórnvöldum er þetta samgöngumannvirki á förum og því ekki forsvaralegt að ráðast í lagfæringar. Það er hjákátlegt að hlusta á forkólfa borgarinnar tala um mengun og svifryk yfir hættumörkum meðan þeir vinna að því að fá fleiri bíla í miðbæinn og meira malbik. Sjáfstæðismenn segja þetta ekki vera mikið mál af því þeir ætla að kaupa nokkra metangasbíla fyrir orkuveituna. Gömlu R lista mennirnir segja þetta ekkert mál því í Vatnmýrinni verði "þekkingariðnaður" hann er víst mengunarlaus. Mín spurning er þá hvernig kemst allt þetta "þekkingarfólk" í Vatnsmýrinna daglega? Það eru líklega nokkur ár í það að við getum sent vísinda og námsfólk í vinnunna með tölvupósti og ekki kýs "Þekkingarfólk" almenningssamgöngur skv. Gísla Marteini.
Bloggar | 18.2.2007 | 15:50 (breytt 19.2.2007 kl. 23:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)