Flugklúbbur Alþýðunnar

YAK 18T  

     Nú tæpri öld frá fyrsta fluginu í Vatnsmýrinni er flugrekstur þar  í blóma, undirritaður starfar fyrir Flugfélag Íslands og er með heimahöfn í Vatnsmýrinni, flýgur De Havilland Dash 8 106 sem flugfélagið tók nýlega í notkun, sú flugvélategund henntar einkar vel við íslenskar aðstæður, getur notast við stuttar flugbrautir og er búinn öflugum ísvarnarbúnaði.     Undirritaður tilheyrir einnig Flugklúbbi Alþýðunar ásamt 16 flugmönnum.   Klúbburinn á tvær Yakovlev flugvélar staðsettar í Vatnsmýrinni,  TF-BCX er Yakovlev 52 tveggja sæta kennslu og listflugvél.   Flugvélin er smíðuð í Rúmeníu og var notuð til að kenna herflugmönnum, flugvélin TF-BCW Yakovlev 18T er 4 sæta og getur athafnað sig á stuttum og grófum brautum hún var smíðuð í Rússlandi fyrir Skógareftirlitsstofnun Ráðstjórnarríkjana, þetta eru því merkilegir gripir og varðveisla þeirra og velferð okkar áhugamál.  Stofnendur klúbbsins voru Björn Thoroddsen fyrrverandi flugstjóri Loftleiða, Flugleiða, Páll I. Pálsson kennari Borgarholtsskóla, Júlíus Steinar Heiðarsson flugmaður Atlanta, Flugfélag Íslands og Róbert Magnús Kristmundsson flugmaður Atlanta.  Síðan hafa margir góðir bæst við.  Júlíus Björn Þórólfsson "fljúgandivirki" Íslandsflug, Atlanta hefur sinnt viðhaldi vélana frá upphafi og setti þær TF-BCX og TF-BCW saman með hjálp félagsmanna.  Það eru tveir heiðursmeðlimir í klúbbnum þeir Þórólfur Magnússon fyrrverandi flugstjóri hjá Vængjum, Arnarflugi og Íslandsflugi, sem hefur sinnt innanlandsflugi af miklum eldmóði í áratugi og einnig Kristmundur Magnússon fyrrverandi flugstjóri hjá Atlanta, Atlantsflugi, Arnarflugi, Iscargo og Transavia. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Júlli minn, til hamingju með bloggsíðuna! Skemmtilegt..... nú get ég fylgst með þér hvar og hvenær sem er. Hlakka til að heyra meira af þér og því sem þú ert að gera. Knús kveðja ninna 

Ninna Þórólfs (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband