YAK 12 heim í Sumar

 

Nú erum við Sigurður Ásgeirsson búnir að heimsækja djásnið, hérna eru nokkrar myndir...og já Sunna þú ert bókuð í fyrstu ferð.

clip_image002

Nú hefur hópur flugáhugamanna sett sér það takmark að koma Yak 12 til landsins og bæta í flugvélaflóruna fyrir sumarið.  Undirritaður er einn af þessum flugdelluköllum.

Þessi vél er stór og stór skemmtileg, 5 sæta með gott farangursrými.  Stuttbrautar eiginleikar eru með besta móti og þarf hún vel innan við 100 metra til að athafna sig.  Virðuleg með 12.60 metra vænghaf , stjörnuhreyfil ekki ósvipaður og er í BCX og BCW knýr þetta loftfar áfram, Ivchenko 14RA , 260 hestöfl.  Þetta gæti því orðið mjög skemmtilegt flugsumar og allavega 4 Yakar á sveimi um landið.     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af því ég er fyrst til að skrifa athugasemd við þennan pistil, finnst mér ekki nema sanngjarnt að ég fái flugferð í Yakkinum í sumar :-)

 Sunna, Aey-Ap

Sunna (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband